top of page

Umhverfisstefna Ísafoldarprentsmiðju

Það er markmið Ísafoldarprentsmiðju og starfsmanna hennar að nýta sem best það hráefni og þá orku sem notuð er við framleiðslu í prentsmiðjunni og lágmarka neikvæð áhrif starfseminnar á umhverfi hennar. 

Þetta gerum við m.a. með því að:

 • Leita stöðugt leiða til að nýta hráefnið og orkuna betur í framleiðslunni. Teknar hafa verið upp framleiðsluaðferðir sem:

 •  

  • lágmarka pappírsnotkun.

  • lágmarka prentlitanotkun.

  • lágmarka hreinsiefnanotkun.

  • lágmarka rafmagns- og gasnotkun.

  • lágmarka spilliefnanotkun.

 • Velja það hráefni sem er umhverfisvænast ef þess er nokkur kostur.

 • Farga spilliefnum eftir ströngustu kröfum.

 • Safna saman öllum pappír sem fellur til í framleiðslu og á skrifstofu, setja hann í pappírspressu og flytja í endurvinnslu.

 • Hvetja starfsmenn til að koma, með í vinnuna, allan pappír sem fellur til heima hjá þeim og er hann sendur í endurvinnslu.

 • Taka á móti pappír frá tengdum félögum til endurvinnslu.

 • Senda allar prentplötur í endurvinnslu.

 • Selja alla pappakjarna úr pappírsrúllum, til aðila sem endurnýta þá.

 • Hafa lágmarkslýsingu á að næturlagi og eingöngu þau tæki í gangi sem nauðsynlega þurfa að vera í gangi hverju sinni.

 • Upplýsa starfsmenn um nauðsyn umhverfisverndar og hvernig þeir geti lagt sitt að mörkum til að vernda umhverfið.

Umhverfismál innan fyrirtækisins eru sífellt í endurskoðun.

bottom of page